Stundum fær maður hugmyndir þegar dauður tími er á leikskólanum. Mynd-á-viku mynd númer 37. Allar myndirnar hingað til eru hér.
Category Archives: Ljósmyndir
Blautt Sólfar (PAW)
Átti leið niður í svokallaðan miðbæ RVK um helgina. Tók eftir því á leiðinni að sólfarið var soldið blautt. Mynd-á-viku mynd númer 36. Allar myndirnar hingað til eru hér.
Marbakki (PAW)
Ég er byrjaður í 10 vikna vettvangsnámi á leikskólanum Marbakka. Hann er staðsettur, eins og nafnið gefur til kynna, niður við sjó og er í ansi skemmtilegu umhverfi sem ég fæ vonandi að kanna eitthvað með börnunum á næstu vikum. Mynd-á-viku mynd númer 35. Allar myndirnar hingað til eru hér.
Hjörtur kvaddur (PAW)
Hjörtur vinur minn er fluttur til Svíþjóðar þar sem hann hyggst ná sér í mastersgráðu í ‘Automotive engineering’. Hann hélt kveðjupartý á laugardaginn. Þar var ansi mikil gleði eins og sést. Mynd-á-viku mynd númer 34. Allar myndirnar hingað til eru hér.
Báturinn hans Palla á pollinum (PAW)
Ef þessi hefði verið til taks í Jaws þá hefði þessi hákarl ekki verið neitt vandamál Mynd-á-viku mynd númer 33. Allar myndirnar hingað til eru hér.
Mannhaf (PAW)
Tugþúsundir mættu á Gay Pride í ár eins og alltaf. Mér finnst frábært hvað þessi viðburður er orðin eðlilegur hluti af menningarlífi Íslendinga. Það er langt í frá sjálfgefið að nærri því þriðjungur þjóðar mæti í samstöðu og gleðigöngur Mynd-á-viku mynd númer 32. Allar myndirnar hingað til eru hér.
Slegist um stæðin (PAW)
Það gengur oft mikið á þegar menn keppast um bestu stæðin fyrir hvítu tjöldin í Eyjum. Mynd-á-viku mynd númer 31. Allar myndirnar hingað til eru hér.
Hjólað í vinnuna (PAW)
Það lítur ekki út fyrir að þessir hjólastandar við Perluna séu í mikilli notkun Mynd-á-viku mynd númer 30. Allar myndirnar hingað til eru hér.
Kveðjugjöf (PAW)
Í vikunni kvöddu flest börnin sem hafa verið í hópnum mínum á leikskólanum. Það er hálf skrýtið að horfa á eftir þeim en það er auðvitað komið að næsta stigi á þeirra skólagöngu. Ég fékk þessi fallegu blóm frá einum litlum vini mínum í kveðjugjöf. Mynd-á-viku mynd númer 29. Allar myndirnar hingað til eru hér.
Kominn í menninguna (PAW)
Birkir vinur minn býr í Eyjum. Hann kíkti aðeins upp á land í vikunni og fékk ógurlega þörf til þess að njóta einhvers sem ekki fæst í Eyjum. Því var að sjálfsögðu reddað snarlega. Mynd-á-viku mynd númer 28. Allar myndirnar hingað til eru hér.