Mannhaf (PAW)

Tugþúsundir mættu á Gay Pride í ár eins og alltaf. Mér finnst frábært hvað þessi viðburður er orðin eðlilegur hluti af menningarlífi Íslendinga. Það er langt í frá sjálfgefið að nærri því þriðjungur þjóðar mæti í samstöðu og gleðigöngur Mynd-á-viku mynd númer 32. Allar myndirnar hingað til eru hér.

Kveðjugjöf (PAW)

Í vikunni kvöddu flest börnin sem hafa verið í hópnum mínum á leikskólanum. Það er hálf skrýtið að horfa á eftir þeim en það er auðvitað komið að næsta stigi á þeirra skólagöngu. Ég fékk þessi fallegu blóm frá einum litlum vini mínum í kveðjugjöf. Mynd-á-viku mynd númer 29. Allar myndirnar hingað til eru hér.