Mannhaf (PAW)

Tugþúsundir mættu á Gay Pride í ár eins og alltaf. Mér finnst frábært hvað þessi viðburður er orðin eðlilegur hluti af menningarlífi Íslendinga. Það er langt í frá sjálfgefið að nærri því þriðjungur þjóðar mæti í samstöðu og gleðigöngur Mynd-á-viku mynd númer 32. Allar myndirnar hingað til eru hér.

Kveðjugjöf (PAW)

Í vikunni kvöddu flest börnin sem hafa verið í hópnum mínum á leikskólanum. Það er hálf skrýtið að horfa á eftir þeim en það er auðvitað komið að næsta stigi á þeirra skólagöngu. Ég fékk þessi fallegu blóm frá einum litlum vini mínum í kveðjugjöf. Mynd-á-viku mynd númer 29. Allar myndirnar hingað til eru hér.

Kominn í menninguna (PAW)

Birkir vinur minn býr í Eyjum. Hann kíkti aðeins upp á land í vikunni og fékk ógurlega þörf til þess að njóta einhvers sem ekki fæst í Eyjum. Því var að sjálfsögðu reddað snarlega. Mynd-á-viku mynd númer 28. Allar myndirnar hingað til eru hér.

Smáhestasafn (PAW)

Rakst á þennan glæsilega hóp fyrir utan Vín í Hrafnagili rétt fyrir utan Akureyri á föstudaginn seinasta. Ætla að gera ráð fyrir því að samkoma þessara bíla hafi eitthvað að gera með bíladaga sem voru haldnir fyrir norðan um helgina. Mynd-á-viku mynd númer 25. Allar myndirnar hingað til eru hér.

Jacob (PAW)

Þetta er hann Jacob, starfsmaður í Blómavali síðan 1993. Rakst á hann þegar ég kíkti þangað um helgina og hann fylgdist vel með mér eins og sést á myndinni. Mynd-á-viku mynd númer 24. Allar myndirnar hingað til eru hér.