Bugaðir sjómenn og ofurgáfaðir útgerðarmenn

Til að byrja með langar mig að segja að ég held að sjávarútvegsfrumvörpin tvö sem liggja fyrir séu ekki af hinu góða. Ég held að þau hefði þurft að vinna miklu betur og trúi því ekki að allir þeir fagaðilar, sama hvort um er að ræða aðila úr sjávarútvegsgeiranum, hagfræði eða aðra, sem hafa gefið …

Jón Valur Jensson brjálast yfir tilvonandi jafnræði lífsskoðana

Jón Valur Jensson er brjálaður. Og af hverju er JVJ brjálaður? Jú, af því að nú á að fara að veita enn einum hópnum sem er öðruvísi en hann er sjálfur sömu réttindi og hann hefur. Þetta virðist fara illa í JVJ. Ég ætla aðeins að fara yfir það sem þessi mikli mannréttindavinur skrifar um …

Þingmaður í kjarabaráttu

Tryggvi Þór Herbertsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins á það sameiginlegt með t.d. leikskólakennurum og hjúkrunarfræðingum að vera ósáttur við launin sín eins og hann vakti athygli á núna um daginn. Þetta er reyndar ekki í fyrsta skipti sem Tryggvi vekur máls á bágum kjörum sínum því að í september 2010 hafði hann líka orð á þessu. Ég …

Áhugavert fréttamat RÚV

Eins og ég bloggaði um í gær hélt Vantrú páskabingó til þess að mótmæla íslenskri helgidagalöggjöf (og fleiru,  lesið bara bloggið). Á Austurvelli söfnuðust saman líklega um 80 manns og skemmtu sér vel með kakó í annari, kleinu í hinni og bingóspjald í hin…nei við erum víst bara með tvær hendur. Þetta voru allvega bráðvel …

Heiðarleiki íslenskra fjölmiðla

Íslenskir netmiðlar eru ótrúlega óheiðarlegir. Nú er að finna á vísi.is þessa frétt um málaferli gegn Kurt Westegaard, danska skopmyndateiknaranum. Þessi frétt hefur tekið veigamiklu breytingum í dag. Þegar hún birtist fyrst var fullyrt bæði í fyrirsögn og í fréttinni sjálfri að Danir yrðu að framselja Westegaard, að þeir hefðu skuldbundið sig til þess í …

Þingmenn Sjálfstæðisflokksins standa sig – ekki

Ég velti því æ oftar fyrir mér hvað í ósköpunum þingmenn flokksins sem ég tilheyri séu eiginlega að gera á þingi. Í sumum tilfellum  velti ég því hreinlega fyrir mér hvaða erindi ákveðnir þingmenn eigi lengur. Seinustu vikur hafa svo komið fram nokkur mál sem mér finnst flokknum, og viðkomandi þingmönnum til skammar. Dæmi: 1. …

Gídeonformaður á fölskum forsendum

Fjalar Freyr Einarsson skrifaði grein sem birtist í Fréttablaðinu í gær. Í blaðinu titlaði hann sig grunnskólakennara en gefur ekki frekari deili á sér í greininni sjálfri, sem er um margt sérstök og sýnir m.a. stórfurðulegan skilning á hugmyndafræði Skóla án aðgreiningar. Það vakti líka athygli mína að Fjalar talar um ‘öfgatrúleysingja’ og reynir þannig …

Vonlaus prestur

Guðrún Karlsdóttir er ein af nokkrum prestum sem blogga hjá Eyjunni. Hún er eins og aðrir prestar og fleiri aðilar sem vilja fá að stunda trúboð í skólum í heilmikilli vörn útaf tillögum mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar sem ganga út á að trúboð og önnur trúarstarfsemi fari ekki fram í skólum sem borgin rekur. Guðrún er reyndar …