Náungakærleikur Kolbrúnar Bergþórsdóttur

Kolbrún Bergþórsdóttir virðist hafa verið í einhverju ójafnvægi um helgina. Hún hafði eins og flestir aðrir heyrt af fréttatilkynningu sem send var út í tilefni þess að Stephen Hawking er um að bil að senda frá sér nýja bók þar sem hann segir frá nýjum kenningum sínum er varða hlutverk þyngdarlögmálsins í upphafi heimsins. Í …

Tímabundin ráðning Björns Vals á Alþingi

Björn Valur Gíslason þingmaður VG er víst að íhuga það að hætta á þingi. Það er í sjálfu sér ekkert nema gott um það að segja. Hins vegar blöskraði mér þegar ég las þessi orð þingmannsins: Það hefur ekki verið tekin ákvörðun um það hvort ég lengi fríið eða snúi til starfa aftur. Þetta var …

Að hallmæla bankastarfsmanni

Bubbi kallinn Morhens skrifaði pistil á Pressuna í gær. Að einhverju leyti er þessi pistill hans skrifaður til að skerpa enn frekar á öðrum pistli sem hann skrifaði um daginn þar sem hann hélt því fram að Jón Ásgeir Jóhannesson bæri ekki ábyrgð á hruninu heldur miklu frekar Davíð Oddsson og menn honum handgengnir. Bubbi …

… gerir grein fyrir atkvæði sínu

Það tíðkast á Alþingi að menn geti gert grein fyrir atkvæði sínu við atkvæðagreiðslur. Almenningur hefur víst ekki kost á því við almennar atkvæðagreiðslur þannig að ég ætla að nota þetta blogg til þess í staðinn. Ég tók semsagt þátt í minni fyrstu þjóðaratkvæðagreiðslu áðan. Alveg óháð því hvaða skoðun ég hef á málinu sem …

Hugmynd fyrir forsetann!

Sæll Ólafur. Ég heyrði að þú ert að hugsa um að birta ca. helminginn af ástarbréfunum sem þú sendir fyrir hönd útrásarvíkingana hingað og þangað um heiminn. Jafnframt að þú ætlaðir ekki að birta bréf sem hefðu verið send til þeirra sem eru ennþá þjóðhöfðingjar eða áhrifamenn. Svona til þess að móðga engan með því …