Stjórnlagaþing og sætasta stelpan á ballinu

Eru ekki örugglega fleiri en ég hugsi yfir því hvernig maður eigi að fara að því að velja sér frambjóðendur til að kjósa á stjórnlagaþingið? Er ekki nokkuð ljóst að með svona mikinn fjölda frambjóðenda þá hafi þeir sem eru þekktir og/eða vel tengdir töluvert forskot á hina? Á fólk ekki fyrst og fremst eftir …

Færeyskir þingmenn og múslimar

Hvað eiga þessir tveir hópar sem ég nefni í fyrirsögninni sameiginlegt? Eitt af því sem nú er hægt að nefna er að í báðum hópum getum við núna fundið dæmi um einstaklinga sem nota trú sína til að réttlæta hegðun og skoðanir sem almennt þykja ekki alveg í lagi í okkar samfélagi. Þess vegna finnst …

Tímabundin ráðning Björns Vals á Alþingi

Björn Valur Gíslason þingmaður VG er víst að íhuga það að hætta á þingi. Það er í sjálfu sér ekkert nema gott um það að segja. Hins vegar blöskraði mér þegar ég las þessi orð þingmannsins: Það hefur ekki verið tekin ákvörðun um það hvort ég lengi fríið eða snúi til starfa aftur. Þetta var …

Jón Gnarr, SHS og útsvarið á Seltjarnarnesi

Í seinasta Reykjavík Grapevine er viðtal við Jón Gnarr. Þetta er eins konar kosningaviðtal þar sem reynt er að fá svör frá honum við spurningum sem gætu, eða ættu allavega, að skipta kjósendur máli fyrir kjördag eftir tæpa viku. Mér finnst reyndar að það hefði mátt krefja Jón ennþá innihaldsmeiri svara en hann gefur í …

Ótrúlega öflug stjórnarandstaða

Miðað við málflutning ríkisstjórnarinnar stendur stjórnarandstaðan í vegi fyrir allskonar sniðugum og góðum lausnum á þeim vandamálum sem þarf að leysa. Þetta finnst þeim auðvitað hið versta mál. Ömurleg þessi stjórnarandstaða. Það sem er samt svo merkilegt er hversu miklu öflugri þessi stjórnarandstaða er heldur en þær seinustu á undan. Allavega ef marka má VG …

… gerir grein fyrir atkvæði sínu

Það tíðkast á Alþingi að menn geti gert grein fyrir atkvæði sínu við atkvæðagreiðslur. Almenningur hefur víst ekki kost á því við almennar atkvæðagreiðslur þannig að ég ætla að nota þetta blogg til þess í staðinn. Ég tók semsagt þátt í minni fyrstu þjóðaratkvæðagreiðslu áðan. Alveg óháð því hvaða skoðun ég hef á málinu sem …

Selurinn Snorri og nasistarnir

Í barnalæsis og bókmenntaáfanga sem ég er í var minnst á að Silja Aðalsteinnsdóttir telur víst betra að barnabækur hafi meiningar og séu jafnvel pólitískar. Sem dæmi um slíka bók var nefnt stórvirkið um Snorra Sel. Ég veit ekki hvort það er til dæmis um barnslega einfeldni mína á yngri árum eða stíflað bóklæsisnef í …

Hugmynd fyrir forsetann!

Sæll Ólafur. Ég heyrði að þú ert að hugsa um að birta ca. helminginn af ástarbréfunum sem þú sendir fyrir hönd útrásarvíkingana hingað og þangað um heiminn. Jafnframt að þú ætlaðir ekki að birta bréf sem hefðu verið send til þeirra sem eru ennþá þjóðhöfðingjar eða áhrifamenn. Svona til þess að móðga engan með því …