Sjálfskaparvíti borgarinnar

Í Mogga í dag er sagt frá því að leikskólakennurum fari nú fækkandi í leikskólum Reykjavíkurborgar. Af hverju ætli það sé nú? Gæti það verið af því að borgin ákvað að hunsa óánægjuraddirnar sem upp komu vegna illa ígrundaðra niðurskurðaráætlana í leik- og grunnskólum? Að einhverjum hafi blöskrað að faglegi grundvöllurinn hafi verið ein rannsókn, …

Nýbakaður leikskólakennari

Nú get ég loksins breytt headernum á síðunni minni. Ég er ekki lengur skeggjaður leikskólakennaranemi heldur skeggjaður leikskólakennari. Útskrifaðist um helgina með 1. einkunn (7.88) frá Háskólanum á Akureyri. Ég get mælt heilshugar með því að fólk stundi fjarnám frá HA. Viðmót kennara og starfsfólks eru til fyrirmyndar og allt hefur staðist eins og stafur …

Leikskólinn og virðing pólitíkusa

Ef allt fer að óskum útskrifast ég sem leikskólakennari núna í sumar. Ég er að klára einn bóklegan áfanga auk þess sem ég er að gera lokaverkefni, en í því flétta ég saman ljósmyndaáhuga mínum við leikskólastarfið sem kannski má segja að sé köllun mín. Ég hef gríðarlega gaman af þessu starfi og mikinn áhuga, …

Uppeldisfræði Jónasar Kristjánssonar

Jónar Kristjánsson fyrrverandi ritstjóri og núverandi nöldrari skrifar um skokkarann sem gekk í skrokk á barni í Hveragerði. Jónar bíður ekki upp á að vísað sé beint í ákveðnar bloggfærslur frekar en annað sem tilheyrir góðum netsiðum eins og t.d. athugasemdir við greinar (fyndið að maðurinn sem hefur ítekað spáð netmiðlum sigri yfir prentmiðlum nýti …

Leikskólarnir í lífi mínu

Í dag er haldið upp á Dag leikskólans á Íslandi. Flestir leikskólar héldu upp á hann á föstudaginn skv. ábendingu frá Félagi Leikskólakennara en einhverjir ákváðu þó að gera það eftir helgi. Leikskólarnir á Héraði ætla t.a.m. að gera sér dagamun á morgun heyrði ég frá stelpu sem er með mér í leikskólakennaranáminu. Ástæðan fyrir …

Kæra Guðríður – Pressugrein

Ég á aðsenda grein á Pressunni í dag. Ákvað að birta hana hér líka: Kæri formaður Bæjarráðs Kópavogsbæjar, Guðríður Arnardóttir Ég ákvað að skrifa þér þetta opna bréf því að ég er svolítið hissa á þér. Nei, ég lýg því reyndar, ég er ekki „svolítið“ hissa. Ég er algjörlega forviða. Mér finnst nefnilega eins og …

Fáránleiki Arnar Bárðar

Um daginn tók ég hér til kostana víðáttubilað greinarkorn eftir Kolbrúnu Bergþórsdóttur sem birst hafði í mogganum. Þar hafði Kolbrún eftir liggur við hverja einustu rangfærslu og fölsun sem boðberar ríkiskirkjunnar höfðu slett út í umræðuna (PR-taktík?) og bætti heldur í frekar en hitt. Séra Örn Bárður Jónsson er einn af þeim prestum sem mikinn …