Sjálfstæðisflokkurinn hefur lengi verið breiðfylking hægri manna á Íslandi. Innan hans hafa rúmast misjafnar skoðanir á fólks á hægri væng stjórnmálanna. Styrkur flokksins hefur verið sá að stefna hans hefur verið mörkuð á þann hátt að jafnvel þó að ekki allir hægri menn hafi getað tekið undir allt í henni hefur ekki verið gengið fram …
Category Archives: Trúmál
Friðrik Schram og Ted Haggard
Í síðustu viku skrifaði ég pistil um þá ákvörðun Reykjarvíkurborgar að veita Kristskirkjunni ekki styrk á grundvelli skoðana forstöðumanns Kristskirkjunnar, skoðana sem eru fráleitt einskorðaðar við þetta eina trúfélag. Þær skoðanir sem ég setti fram í þeim pistli standa ennþá þrátt fyrir að Friðrik Schram, forstöðumaðurinn umræddi, hafi gert sitt besta til þess að ljá …
Jón Valur Jensson brjálast yfir tilvonandi jafnræði lífsskoðana
Jón Valur Jensson er brjálaður. Og af hverju er JVJ brjálaður? Jú, af því að nú á að fara að veita enn einum hópnum sem er öðruvísi en hann er sjálfur sömu réttindi og hann hefur. Þetta virðist fara illa í JVJ. Ég ætla aðeins að fara yfir það sem þessi mikli mannréttindavinur skrifar um …
Continue reading „Jón Valur Jensson brjálast yfir tilvonandi jafnræði lífsskoðana“
Hommarnir, lesbíurnar og styrktu trúfélögin
Reykjavíkurborg hefur ákveðið að veita Kristskirkjunni ekki fyrirhugaðan byggingarstyrk vegna skoðana forstöðumanns kirkjunnar á hommum og lesbíum eins og lesa má hér. Mér finnst tvennt athugavert við þessa ákvörðun borgarinnar: 1. Af hverju er Kristskirkjunni refsað sérstaklega fyrir þá skoðun að samkynhneigð sé af hinu slæma og að samkynhneigðir ættu ekki að njóta sömu réttinda …
Continue reading „Hommarnir, lesbíurnar og styrktu trúfélögin“
Stjórnlagaráðsfulltrúar, að gefnu tilefni
Svo virðist sem að „lending“ Stjórnlagaráðs hvað varðar ákvæði um ríkiskirkju sé sú að tryggja stöðu ríkiskirkjunnar áfram. Nú er ákvæðið komið með sinn eigin kafla sem heitir „Þjóðkirkjan“ og er hann í þeim hluta tillagna Stjórnlagaráðs sem fjallar um undirstöður samfélagsins. Ég er eiginlega að hugsa um að endurtaka þetta svo að það fari …
Continue reading „Stjórnlagaráðsfulltrúar, að gefnu tilefni“
Kristin þjóð og hvít
Dögg Harðardóttir heldur áfram að gleðja. Í umræðum í stjórnlagaráði í dag (Dögg byrjar að tala á ca. 163 mínútu) fór hún á umtalsverðum kostum. Hún benti t.d. á að múslimar séu ekki sérstaklega umburðarlyndir, af því að þeir mega ekki breyta um trú. Af því tilefni langar mig að rifja upp fyrsta boðorð kristinna …
Kristniboðar í baráttu gegn réttindum barna
Í gær birtist eftir mig á Vísi.is grein þar sem ég svara frekar furðulegri grein Daggar Harðardóttur. Dögg titlar sig sem stjórnlagaráðsfulltrúa sem á líklega að gefa orðum hennar meira vægi en hún er nú meira en bara það. Hún er fyrrverandi formaður Aglow – alþjóðlegra samtaka kristinna kvenna – á Íslandi. Aglow eru einhverskonar …
Continue reading „Kristniboðar í baráttu gegn réttindum barna“
Að gefnu tilefni; Karl Sigurbjörnsson er opinber starfsmaður og þjóðkirkjan er ríkisstofnun
Í skjóli 62. greinar stjórnarskrárinnar, þessarar sem að manni sýnist stjórnlagaráðsmenn ekki þora að taka afstöðu til eða ræða þrátt fyrir að hafa sumir líklega fengið talsverðan stuðning einmitt út á afstöðu sinnar til hennar, er Þjóðkirkjan opinber ríkisrekin stofnun og starfsmenn hennar teljast opinberir embættismenn. Þó að í lögum um þjóðkirkjuna (þar sem öllum …
Áhugavert fréttamat RÚV
Eins og ég bloggaði um í gær hélt Vantrú páskabingó til þess að mótmæla íslenskri helgidagalöggjöf (og fleiru, lesið bara bloggið). Á Austurvelli söfnuðust saman líklega um 80 manns og skemmtu sér vel með kakó í annari, kleinu í hinni og bingóspjald í hin…nei við erum víst bara með tvær hendur. Þetta voru allvega bráðvel …
Í dag gerðist ég glæpamaður!
Í dag hjálpaði ég til við að fremja lögbrot. Við í Vantrú héldum árlega páskabingóið á Austurvelli í hádeginu, í trássi við hin fáránlegu lög um helgidagafrið. Eins og Matti bendir á í dag þá snýst þessi viðburður ekki um bingó. Hann snýst ekki heldur um frídaga. Hann snýst um að í lögum á Íslandi …