Mofi og siðferðið

Maður er nefndur Halldór og kallar sig Mofa á netinu. Hann hefur ýmis áhugamál eins og að afneita nútíma vísindum eins og þau leggja sig, að sýna fram á að túlkun hans og safnaðarins sem hann tilheyrir á Biblíunni sé réttari en annara og, það sem ég ætla aðeins að impra á núna, siðleysi trúlausra. […]

Neikvæðar yrðingar og biskupinn

Ég er búinn að rökræða við eiga í samtali við prestshjónin Árna Svan og Kristínu Þórunni á Eyjunni aðeins seinustu daga. Þau brugðust ókvæða við bloggfærslu Valgarðs Guðjónssonar, sem þau virðast reyndar ekki hafa lesið nógu vel, og eftir að Kristín hreytti ónotum og uppnefnum í Valgarð* í athugasemdum blogguðu þau hjónin ekki einu sinni […]

Gídeonformaður á fölskum forsendum

Fjalar Freyr Einarsson skrifaði grein sem birtist í Fréttablaðinu í gær. Í blaðinu titlaði hann sig grunnskólakennara en gefur ekki frekari deili á sér í greininni sjálfri, sem er um margt sérstök og sýnir m.a. stórfurðulegan skilning á hugmyndafræði Skóla án aðgreiningar. Það vakti líka athygli mína að Fjalar talar um ‘öfgatrúleysingja’ og reynir þannig […]

Fáránleg tillaga Árna Johnsen og félaga

Í gær var útbýtt á þingi tillögu til þingsályktunar „um mikilvægi fræðslu um kristni og önnur trúarbrögð og lífsviðhorf“. Þingsályktunartillagan sjálf er algjör froða sem erfitt er að sjá einhverja merkingu úr. Reyndar er merkilegt að hún fjallar ekkert um mikilvægi fræðslu um önnur trúarbrögð og lífsviðhorf heldur er eingöngu bent á kristnu arfleiðina í […]

Fríkirkjupresturinn…

skrifar grein sem er jafn góð og þessi grein eftir Örn Bárð er vond. Ég veit ekki hvort ég eigi að þora að gagnrýna Örn Bárð aftur. Hann óð hér inn þegar ég gerði það um daginn og sakaði mig um dramb og yfirlæti með Biblíutilvitnun. Svaraði reyndar engu en það er að sjálfsögðu fyrir […]

Hvenær á að trúa ríkiskirkjunni?

Þegar fulltrúar hennar segja að kirkjan sé ekki ríkiskirkja eða ríkisrekið apparat, og reyna að færa fyrir því rök, eða þegar þeir láta skipa sig sem sendiráðspresta og fá greidda staðaruppbót eins og hverjir aðrir sendiráðsstarfsmenn? Mér finnst annað eiginlega útiloka hitt.

Fáránleiki Arnar Bárðar

Um daginn tók ég hér til kostana víðáttubilað greinarkorn eftir Kolbrúnu Bergþórsdóttur sem birst hafði í mogganum. Þar hafði Kolbrún eftir liggur við hverja einustu rangfærslu og fölsun sem boðberar ríkiskirkjunnar höfðu slett út í umræðuna (PR-taktík?) og bætti heldur í frekar en hitt. Séra Örn Bárður Jónsson er einn af þeim prestum sem mikinn […]

Herra Hatrammur og Séra Umburðarlynd

Hann er ólíkur boðskapurinn sem kom fram í predikunum tveggja prest á Sunnudaginn. Ja, eða reyndar er Karl Sigurbjörnsson meira en prestur, hann er biskup íslensku ríkiskirkjunnar og sem slíkur einn af æðstu og launahæstu embættismönnum þjóðarinnar. Sigríður Guðmarsdóttir er hins vegar ein af frjálsyndari prestum Þjóðkirkjunnar, hvað sem það svosem þýðir. Karl er í […]

Vonlaus prestur

Guðrún Karlsdóttir er ein af nokkrum prestum sem blogga hjá Eyjunni. Hún er eins og aðrir prestar og fleiri aðilar sem vilja fá að stunda trúboð í skólum í heilmikilli vörn útaf tillögum mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar sem ganga út á að trúboð og önnur trúarstarfsemi fari ekki fram í skólum sem borgin rekur. Guðrún er reyndar […]