Stormur

Í tilefni dagsins. Til að ná mestum áhrifum mæli ég með því að fólk kíki upp á Kjalarnes og öskri þetta út í vindinn þar. Ég elska þig, stormur, sem geisar um grund og gleðiþyt vekur í blaðsterkum lund, en gráfeysknu kvistina bugar og brýtur og bjarkirnar treystir um leið og þú þýtur. Þú skefur …

Óþolandi væl í minnimáttar

Nú virðist aðeins hafa lægt í umræðunni um tillögur Mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar um trúboð í menntastofnunum. Málið er í ferli og óljóst hvað kemur út úr því öllu saman. En ég hef verið að velta aðeins fyrir mér ákveðnum rökum þeirra sem vilja halda trúboðinu inni í skólum. Nánar tiltekið meirihlutarökunum sem kristallast í þessum orðum …

Laufabrauð (PAW)

Föðurfjölskyldan hittist á hverju ári og sker út og steikir laufabrauð. Hjalti bróðir og Lára kærastan hans og Maggi föðurbróðir eru hér einbeitt á svip. Mynd-á-viku mynd númer 48. Allar myndirnar hingað til eru hér.

383

Ég gæti trúað því að leikskólinn sem ég vinn á sé ekki ósvipaður í fermetrafjölda. Þar eru tæplega 70 börn og rétt rúmlega 20 starfsmenn. Just saying. Og af því að ég þarf pottþétt að taka það fram: ég hef enga skoðun á því hvort að um einhverja óráðsíu hafi verið að ræða. Mér hins …

Haustlægðir (PAW)

Eftir að ríkjandi veðralag vikunnar hafði verið vetrarlegt brast allt í einu á með haustlægðum um helgina. Það var eithvað svo óreiðukennt að mér fannst liggja við að taka óreiðukennda mynd af áhrifum vindanna. Mynd-á-viku mynd númer 45. Allar myndirnar hingað til eru hér.

Jóhanna dettur í nemendafélagsgírinn

Viðbrögð Jóhönnu Sigurðardóttur við gagnrýni stjórnarandstöðunnar á þingi í dag ollu mér heiftarlegu nostalgíukasti. Allt í einu fannst mér ég vera kominn aftur í menntaskóla hlustandi á stjórnendur nemendafélags svara gagnrýni. Í mínum menntaskóla var það nefnilega þannig að allri gagnrýni á störf stjórnar nemendafélagsins var svarað með því að ef þeir sem gagnrýndu gætu …