Ummm…skynjunin undarleg…undir áhrifum

Við Eva hittumst í kvöld…fengum okkur rauðvín, gerðum fyrst æðisgengna leit að tappatogara, fannst að lokum. Keyptum núðlur, sumir borðuðu með prjónum. Spjölluðum um hluti sem áður höfðu verið grafnir. Fórum í bæinn, tókum taxa. Sleppt á Lækjartorgi, sagt að fara upp á 5. hæð…fórum samt bara á Laugarveginn. Fórum á Dillon, þar var Andrea snillingur að spila Paradísarborg með GNR, langar að komast þangað[kannski að það sé RVK?] og Sísí[Litlu gulu hænuna] með Grýlunum. Hittum Hallgrím[hann þóttist ekkert vita hvað hann væri að gera] og staðfesti að sumir væru par. Hittum slimjimy.klaki.net/ sem nennti ekki að spjalla eftir að ég tilkynnti um Gneistann, ástmann minn. Slimjimy er ekki nörd, en viðriðinn ásatrúarfélag! Fórum út af Dillon, röltum, himneskt veður. Eva tók leigubíl heim, ég labbaði. Óttaðist ofbeldismenn og nauðgara, mætti engum. Mætti fullt af fiðrildum, mætti bleikum skýjum, gráum skýjum, mætti bláum himni og friðsælli reykvískri nótt. Yndislegt! Skynjunin undarleg, gott að vera full endrum og eins… Sólin að koma upp núna, allt gott. Gekk í gegnum Hlíðar, kom við hjá Hurð, merktri Gunnlaugi Starra, Ernu, Finnboga og fleirum…saknaði þeirra, en kunni ekki við að dingla…

Ummm….líður enn undarlega vel. Kertafleyting miðvikudagskvöld kl. 22.30.
Ég mæti og þú líka.

Góða nótt!