Konan í köflótta stólnum

Las Konuna í köflótta stólnum um helgina. Og fannst mjög fín. Þetta er sem sagt saga Þórunnar Stefánsdóttur um baráttu hennar við þunglyndi skrifuð af henni sjálfri. Það sem kom mér helst á óvart var meðferðin sem hún fór í til að vinna bug á þunglyndinu, það var einhverskonar Freud-meðferð þar sem draumar og bernskuminningar léku stórt hlutverk. Hélt að þessi aðferð væri ekki notuð, ekki á Íslandi allavega. En virkaði fyrir Þórunni, þó að hún væri 10 ár að losa sig úr svörtu holunni. Áhugaverð bók.