Yfir djúpið breiða

Yfir djúpið breiða er saga Þóru Snorradóttur skrifuð af henni sjálfri. Átakanleg frá byrjun til enda. Hún missir eldri systur sína þegar hún er 11 ára, fer í fóstureyðingu 16 ára gömul komin 4 mánuði á leið, lendir í mikilli neyslu, er á sífelldu flakki, getur ekki eignast börn þrátt fyrir margar hormónameðferðir og fær svo krabbamein í eggjastokka sem leiða hana til dauða aðeins 45 ára. Hreint út sagt sorgleg saga, en þó eru ljósir punktar í tilverunni hjá henni t.d lýkur hún námi í svæðanuddi og mannfræði og er með yndislegum manni síðustu 15 árin.
Mæli mjög með henni fyrir þá sem langar að lesa e-ð sorglegt.