Steinar er dáinn

Var að klára bókina Steinar er dáinn rétt í þessu. Hún er skrifuð af móður Steinars, Vigdísi Stefánsdóttur og fjallar um ævi Steinars frá meðgöngu til dauða. Steinar var ofvirkur en var greindur seint og fékk ekki mikinn stuðning og líklega olli það því að hann leiddist út í neyslu og afbrot og endaði með að taka líf sitt rétt fyrir tvítugsafmælið. Mjög átakanlegt og sorglegt. Bókin sýnir manni aðeins inní heim aðstandenda afbrotamanna og eiturlyfjasjúklinga.
Bókin er vel skrifuð og á Vigdís hrós skilið fyrir að skrifa sögu sonar síns á svo einlægan hátt.