Júlía

Þetta er skáldsaga eftir Sigurbjörn Þorkelsson, kom út 2003. Svona alltílæ bók, er svona á mörkunum að vera unglingabók(þó ekki flokkuð sem slík í Borgarbóksafni ;)). Fjallar um Júlíu sem er 18 ára og er skrifuð í ævisöguformi þ.e. Júlía skrifar um ævi sína hingað til. Það sem er undarlegt við þetta er að höfundurinn, Sveinbjörn, er rétt tæplega fertugur karlmaður. Söguþráðurinn í bókinni er alveg sannfærandi en maður lifir sig ekkert inní þetta og bókin er líka ekkert sérstaklega vel skrifuð. En það er alveg gaman að henni og hún er fljótlesin.