Lesi, lesi, les

Ég er SVO hamingjusöm yfir lestri mínum. Þó að þetta séu engar heimsbókmenntir sem ég er að lesa, þá er bara svo gaman að lesa. Ég hef örugglega ekki lesið svona mikið í 8 ár eins og ég er búin að lesa í sumar. Það er ótrúlega erfitt að hemja sig þegar maður er á bókasafni alla daga, núna í augnablikinu er ég með 28 bækur í láni frá bókasafninu…reyndar er Óli með e-ð af því en það erulíklega ekki nema svona 5.
Er aðallega í því að lesa e-ð létt núna en það er hellingur af einhverju þyngra efni sem mig langar að lesa, bæði skáldsögur og fræðibækur…en ætli ég láti það ekki vera í bili.