Lífið er svo stutt!

Þó að ég sé vonandi ekki búin með nema 1/4 eða 1/5 jafnvel af lífi mínu þá finnst mér lífið skelfing stutt. Líf mitt dugar mér samt vonandi til að gera flest sem mig langar til…en það er tvennt sem ég mun aldrei ná að gera og mér finnst það á undarlegan hátt hálfsorglegt þó að það sé í raun engum manni gerlegt. Ég mun aldrei geta lesið allar þær bækur sem mig langar að lesa(og það eru bara þær bækur sem ég veit af í dag, svo á hellingur eftir að koma út og hellingur sem ég á eftir að uppgötva) þó að ég ynni við það að lesa mér til ánægju. Hitt sem ég mun aldrei geta er að skoða Jörðina eins vel og ég vildi og ég gæti það ekki jafnvel þó ég væri sífellt á ferðalagi og ætti nóg af peningum, ég á ekki eftir að geta skoðað nema örlítið brot eins og ég á ekki eftir að geta lesið nema lítið brot af því sem mig langar að lesa.
En það er lítið annað í því að gera en að velja vel hvað maður les og hvað maður skoðar og njóta þess á meðan á því stendur. Þetta mun allavega ekki taka af mér ánægjuna við að lesa og ferðast.