Mig dreymir um…

…bókaherbergi. Það er reyndar draumur sem við Óli eigum bæði. Við eigum þónokkuð mikið af bókum og líklegast mun meira en flestir jafnaldrar okkar. Mig er meira að segja farið að langa til að fá bækurnar mínar frá Vopnafirði, aðallega reyndar þær sem ég hef eignast síðustu 6 ár en það er líka slatti af barnabókum sem ég vildi gjarnan hafa hjá mér og markmiðið á endanum er að fá þær allar til mín(þá verður stuð að flytja). Ég elska bækur! og það væri frábært að hafa sérherbergi fyrir þær, rúmgott herbergi með fallegum hillum og þægilegri lesaðstöðu. Svo verða bækurnar auðvitað allar skráðar í skráningarkerfi sem við Óli munum hanna og Svenni bróðir býr til og flokkað eftir Dewey eða við búum til okkar eigið kerfi(sem um næstu aldamót verður víðfrægt sem The Eyglóli System. „Don´t you know the Eyglóli System“!!!) og upplýsingaþjónusta verður á staðnum öll kvöld og sögustundir á sunnudagseftirmiðdögum.