Helgin

Hæhó!
Helgin var alveg stórgóð. Eyddi föstudeginum í leti og lestur. Á laugardaginn kom Hjördís til okkar og við fórum þrjú saman niðrí bæ á Gay Pride, rigndum þar niður en skemmtum okkur vel. Gangan svipað flott og í fyrra og skemmtileg upplifun að sjá svo margar regnhlífar saman komnar í einu(því miður eigum við enga regnhlíf svo að við urðum bara að rigna niður). Eftir Hýra Stoltið fórum við í Rúmfatalagerinn enn einu sinni til að skoða húsgögn og hittum þar elsku besta Eyjólf sem mun selja okkur húsgögn fyrir tugi þúsunda um mánaðarmótin. Næst lá leiðin á American Style þar sem við fengum ljúffenga hamborgara að venju. Kvöldinu var eytt í drykkju og spjall og svo fórum við á Grandrokk á tónleika með 200.000 naglbítum og Ensími. 200.000 naglbítar voru snilld, væntanlega plata virðist ætla að verða jafngóð og hinar tvær. Ensími voru líka fínir, bara allt öðruvísi stemmning. Fékk loksins að heyra Atari með Ensími live 🙂
Í gær sunnudag, fórum við svo til Árnýjar, Hjörvars, Hrefnu og Unu. Það var gaman, spjölluðum, dáðumst að litla barninu og stóra barninu, spiluðum og fengum rosalega góðan kjúkling að borða.

En nóg í bili…