Hitt og þetta

Búin að vera frekar löt hérna. Kenni andleysi og orkuleysi um. Ekkert merkilegt að gerast í lífi mínu, en það er allt að fara að gerast eftir nokkra daga og vikur. Get einhvernveginn ekki notið augnabliksins, er bara að bíða. Það sem ég er að bíða eftir eru fyrst og fremst flutningar og að skólinn byrji. En ég er líka að bíða eftir Foo Fighters tónleikunum og því að fólk flytji til Reykjavíkur. Er hálflömuð af tilhlökkun og á enga orku.
Íbúðin er líka hálfdrusluleg og á ekkert eftir að skána þegar við förum að pakka, svo að ég sé ekki fram á að andleg heilsa mín verði í jafnvægi fyrr en í kringum 10. sept þegar við verðum flutt og búin að koma okkur almennilega fyrir.