Blogg úr vinnu og heimsókn á Hrafnistu

Ég er að blogga úr vinnunni…í annað sinn, bloggaði síðustu færslu þaðan líka. Það er lítið að gera.

Skrapp annars í heimsókn á Hrafnistu í nótt[þrátt fyrir að vera steinsofandi uppí rúmi] og hitti þar fyrir Guðríði vinkonu mína. Hún hafði skipt um herbergi svo að ég fékk vægt sjokk þegar ég kom og hélt að hún væri dáinn, en það var sem betur fer ekki. Vona að hún sé ekki dáinn í alvöru. Væri fróðlegt að vita hvernig ástandið á fólkið þarna er núna, hef ekkert frétt í rúma þrjá mánuði…