Klukkan er bara tvö…

…og mér er farið að dauðleiðast í vinnunni. Mjög lítið að gera og ég hræðist ekkert meira en að einhver komi og spyrji mig um e-ð. Ég er nefnilega í tónlistar-og myndbandadeildinni og veit ekki neitt, ég veit ekki einu sinni hvernig skipulagið er hérna. Hlakka til klukkan fimm, þá ætla ég að fara heim og hafa það gott, í kvöld ætla ég svo að fara e-ð út í gönguferð.

Svo eru bara tvær notalegar vinnuvikur og svo flytjum við og byrjum í skólanum. Ó, ljúfa líf.