Klukkan er korter í fimm…

…og ég er alveg að verða búin í vinnunni. Svo sem búinn að vera fínn dagur. Er aðeins komin betur inní skipulagið, fékk nefnilega að raða aðeins upp áðan sem veitti mér „nýja sýn“ á deildina. Ég komst reyndar að því í leiðinni að skipulagið er í hönk og lítur út fyrir að ekki hafi verið fínraðað í allt sumar ef ekki lengur. Alltaf frekar tilgangslaust að hafa fínt skipulag ef því er ekki fylgt almennilega eftir.

Það kemur miklu meira af frægu fólki hérna á safnið niðrí bæ. Alveg tveir frægir kallar í dag, er aðdáandi þeirra beggja. Annar þeirra var frekar pirraður, skil hann reyndar vel, maður þarf helst að vera með próf á leitartölvurnar hérna eða vera vanur að vinna í DOS-umhverfi. Svo var auðvitað „dobía“ af frægu fólki í gær, bæði starfsmenn og gestir 🙂

En nú fer ég að ganga frá…