Helgin búin

Þá er helgin víst að renna sitt skeið. Hún var bara alveg ágæt þessi elska þrátt fyrir vinnu(Já, vinna er böl, allavega helgarvinna).

Eftir vinnu á laugardaginn röltum við Óli um bæinn og kíktum á mannlífið, það var ekkert sérstaklega áhugavert. Við horfuðum svo á flugeldasýninguna við mismikla hrifingu, á meðan ég stóð og gapti og táraðist af hrifningu, ranghvolfdi Óli augunum. Svo stormuðum við í Þingholtin í afmæli en stoppuðum frekar stutt.

Eftir vinnu í dag las ég aðeins í Davíð sem er mjög áhugaverð bók. Svo eldaði ég mér dágott pastasalat(þrátt fyrir að sumir efist um hæfileika mína í eldhúsinu) og einmitt á meðan ég var að elda komu elskuleg systir hans Óla, hún Hafdís, Mummi maðurinn hennar og Sóley Anna dóttir þeirra í smáheimsókn.
Í kvöld löbbuðum við í heimsókn til Árnýjar, Hjörvars, Hrefnu og Unu. Í fyrsta skipti sem við göngun heim til þeirra, þrátt fyrir að það taki ekki nema um 25 mínútur og þau hafi búið þarna í allavega eitt og hálft ár. Við ákváðum allavega að nýta tækifærið áður en við flytjum. Una var vakandi allan tímann sem við vorum þarna, en var svona misánægð og svo fengum við að kyssa Hrefnu góða nótt, en hún var ekkert sérlega ánægð með að fara í rúmið.

Ætla að koma mér í bólið. Heimsfrægð bíður mín á morgun…