Davíð

Þetta er lífssaga Davíðs Oddssonar, skrifuð af Eiríki Jónssyni árið 1989 þegar Davíð var rúmlega fertugur. Mjög áhugaverð bók finnst mér. Fannst kaflinn um menntaskólaár Davíðs sérstaklega skemmtilegur. Þar kom m.a. fram að Davíð var kjörinn inspector í MR árið 1969 og breytti þá ýmsum stjórnarháttum í skólafélaginu t.d. sniðgekk hann þá sem höfðu verið kosnir með honum í stjórn og valdi sér ráðgjafa úr hópi „óbreyttra“ nemenda. Í ráðgjafahópnum voru m.a. Geir Haarde og Kjartan Gunnarsson. Áhugavert. Kom mér líka á óvart að Davíð útskrifaðist úr MR 22 ára gamall, vegna þess að hann féll á landsprófi og féll í 3. bekk Menntaskólans(1. ár).
Bókin er svo sem ekkert sérstaklega vel skrifuð og alltof mikið af löngum tilvitnunum. Bókin er hálfpartinn skrifuð í óþökk Davíðs og byggir ekki á viðtölum við hann heldur viðtölum úr fjölmiðlum og viðtölum við ættingja, samstarfsmenn og Ingibjörgu Sólrúnu 😉 Það var mikið vitnað í Ingibjörgu, þau virðast hafa verið svarnir óvinir strax þarna en það vissi ég ekki enda 6 ára þegar þessi bók er skrifuð.
Góð bók fyrir þá sem eru áhugasamir um Davíð en þetta er kannski ekkert sérlega áreiðanleg heimild.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *