Framundan

Það er ýmislegt framundan. Ber þar hæst tónleika með Foo Fighters, flutninga, skóla og flutninga „útiálandiliðs“ til höfuðborgarinnar. Mikið hlakka ég til. Mest hlakka ég til flutninganna. Það er svo gaman að koma sér fyrir á nýjum stað, gaman að ákveða stað fyrir hvern hlut og sjá þetta allt raðast saman á nokkrum dögum. Það verður líka gaman að kaupa húsgögn. Þetta verður í fyrsta sinn sem við flytjum í íbúð þar sem við eigum allt innbúið sjálf, það verður gaman. Það eru mjög margir kostir sem þessir flutningar hafa í för með sér 🙂

Það verður líka gaman að byrja aftur í skólanum. Bara sterk tilhlökkun, enginn kvíðahnútur eins og í janúar þegar ég var að byrja og þekkti engann, núna þekki ég dágóðan slatta af fólki sem er í b&u. Svo verður líka gaman að búa til félagslíf 😉

Mér finnst undarlegt til þess að hugsa að eftir 2 sólarhringa þá verð ég á Foo Fighters tónleikum. Hef bara hlakka of mikið til flutninga til að geta hlakkað til tónleikanna. En það verður örugglega bara enn meira gaman fyrir vikið.

Eva og Heiða flytja svo hingað einhverntíma í byrjun september, það verður gaman gaman. Heiða verður meira að segja nágranni minn.
Svenni bróðir og Hrönn flytja hingað um næstu helgi og við verðum enn meiri nágrannar, í sömu götu og allt.

Á þessu má sjá að ég er bara að springa úr tilhlökkun og sé haustið í dýrðarljóma. Vona að það standi undir væntingum, það þarf e-ð meiriháttar að fara úrskeiðis til að klúðra þessu.