Foo Fighters…Ensími

Núna ætti ég að vera að hlusta á Foo Fighters en mig langar bara svo mikið meira að hlusta á Ensími svo að ég er að því. Renndi reyndar Foo Fighters playlistanum í gegn einu sinni áðan og líkaði svo sem ágætlega en Ensími kallaði. Vona að Ensími verði ekkert að kalla annaðkvöld. Nýjasti Ensími-diskurinn er annars þrusugóður, fór ekki að hlusta á hann fyrr en eftir tónleikana um daginn, þrátt fyrir að hafa átt diskinn frá því um áramótin.

One thought on “Foo Fighters…Ensími”

  1. Sæl Eygló

    Var að bruna um netið og datt inn á þessa færslu hjá þér og langaði til að kasta á þig kveðju. Frábært að sjá að þú hafir gaman af tónlistinni okkar 😉

    Kær kveðja

    Franz / Ensími

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *