DAGURINN

Ahhhh…mikið er gott að vera nýkomin úr langri sturtu, vera í köflóttum(mjög mikilvægt) flónels-náttfötum, borða Special K, drekka vatn og vafra um netið…ahhhh.

Þessi dagur er búin að vera alveg hreint með ágætum.
Byrjaði daginn á tíma í Upplýsingamiðlun sem var ekki alveg jafnleiðinlegur og venjulega. Svo skruppum við Óli í Kringluna. Þar afrekaði ég að kaupa mér skó, er búin að ganga á handónýtum skóm síðan í vor. Skórnir voru einstaklega tilkomumiklir, svartir strigaskór úr Hagkaup á 2999 kr. Svo keyptum við blek í BT og versluðum til heimilisins í Bónus(merkilegt hvað það er alltaf dýrt!) Svo fórum við í tíma í Aðferðafræði, það var svona lala, var við það að sofna yfir tölfræðinni(ekki í fyrsta skipti).
Eftir Aðferðafræði var þvottatími, þvoði tvær vélar og núna er næstum allt hreint…indæl tilfinning. Óli eldaði svo dýrindis hakkbollur með hrísgrjónum og súrsætri sósu. Við horfðum á Fréttir, Ísland í dag(sáum þar Sverri sæta fræðimann(ég er sko að fíla hann með skeggið, ó já:)) og svo Survivor. Eyddi síðari hluta kvöldsins í e-ð dund t.d. uppvask og svo þessa yndislegu sturtu.

Upplýsingaþjónusta við aldraða

Hvort á ég að skrifa um?

a) Aldraðir á Internetinu. Skrifaðu um noktun aldraðra á Internetinu. Skrifaðu um upplýsingahegðun og upplýsingaþarfir aldraðra og þá upplýsingamiðlun sem fram fer á netinu gagngert ætluð öldruðum.

b) Upplýsingaþjónusta við aldraða sjúklinga. Skrifaðu um upplýsingaþarfir aldraðra sjúklinga og aðstandenda þeirra og hvernig er komið til móts við þær.

Bæði efnin eru vissulega mjög spennandi og það virðist vera til þokkalega mikið um þessi efni. Efnið sem ég valdi er bara Upplýsingaþjónusta við aldraða, en það er eiginlega of vítt og þessi tvö efni tengjast ekki alveg beint, svo að ég verð að velja. Öll komment vel þegin, var nú samt aðallega að gera þetta til að koma skipulagi á hugsun mína.

Ensími er komið í spilarann…

Orðabók, skúffukaka, helgin, Foldasafn og lærdómur

Jæja, núna er ég búin að kaupa mér ENSK-ÍSLENSKA skólaorðabók og hef nú enga afsökun lengur fyrir því að fara að lesa allar ensku, þungu fræðigreinarnar.Orðabókin sem við áttum fyrir var of gömul fyrir minn smekk, svo gömul að sumar þýðingarnar (þ.e. íslensku orðin) átti ég erfitt með að skilja, t.d. var piano þýtt sem slagharpa.

Óli bakaði skúffuköku í gær. Hún er góð! Hann bjó líka til krem á kökuna, kremið heitir Frostingur og samanstendur af miklum púðursykri, sykri, vatni og stífþeyttum eggjahvítum, NAMM! Við buðum svo Hrönn og Svenna að koma í síðbúið kvöldkaffi og horfðum á tvo uppbyggjandi þætti Sex and the City og Bachelor.

Ég var búin að plana að hafa massíva lærdómshelgi og það plan stendur ennþá, en það verður samt nóg annað að gera líka. Í kvöld ætla ég til Evu og Heiðu og við ætlum að elda e-ð gott og horfa á Idol og sitthvað fleira kannski. Á morgun er badminton með Óla, Evu og Heiðu og svo kannski út að borða og bíó um kvöldið. Á sunnudagskvöldið er svo matarboð hjá Svenna og Hrönn.
Það lítur því út fyrir að ég fái nóg að borða um helgina 🙂

Ég fór uppá Foldasafn áðan. Það var skrýtið að koma þangað án þess að vera að vinna. Koma bara sem „óbreyttur borgari“. Var að skila diskum sem ég var búin að vera með alltof lengi og líka nokkrum bókum. Var líka að skila af mér lyklunum. Nú komst ég líka að því hvað það er langt út í Grafarvog frá Vesturbænum.

Jæja, nú verð ég að fara að ákveða hvað ég ætla að taka mér fyrir hendur í dag. Á ég að leita að heimildum fyrir ritgerð í Upplýsingamiðlum? Á ég að leita að heimildum fyrir verkefni í Vinnulagi? Á ég að reikna dæmi í Tölfræði? Á ég að lesa í Skjalastjórn? Eða Upplýsingamiðlun? Eða Aðferðafræði? Eða gera könnunarprófið í Aðferðafræði? Eða byrja á verkefninu í Interneti?
Úff…ætli Upplýsingamiðlun verði ekki fyrir valinu og hlustun á 200.000 naglbíta á meðan 🙂
Góða helgi!

Áhyggjur

Ég er með þvílíkar áhyggjur af skólanum þ.e. öllum skilaverkefnunum sem ég á skila í einni bunu um miðjan október…öllum skilaverkefnunum sem ég er ekkert byrjuð á! Ég er að reyna að peppa mig upp í huganum og segja „Af hverju ætti þetta ekki að reddast farsællega núna eins og alltaf áður?“, en samt finnst mér þetta óþægilega yfirþyrmandi. En ég hef þrjár vikur fram að fyrsta skilaverkefni, sem væri allt í lagi ef ég þyrfti ekki að skila fimm stórum verkefnum þarna á einni viku.
Ég brást við áhyggjum mínum með því að leggja mig í þrjá tíma, well það minnkaði ekki áhyggjurnar en lagaði allavega spennuna og pirringinn í bili. Ætla að læra aðeins í kvöld og svo verður gengið í málið af fullum krafti um helgina 🙂
Mig langaði bara að deila þessu með ykkur…njótið vel 🙂

Öl er böl

Í gær fór ég í 2×20 ára afmæli til Evu og Heiðu. Það var mjög gaman framan af en svo varð undirrituð skyndilega ofurölvi. Held ég hafi aldrei á ævinni orðið svona illa drukkin. Enda var ég drifin heim fyrir 2, þá búin að afreka það að æla á gólfið. Óli sá svo um aðhlynningu eftir að heim var komið.
Tvennt hef ég ákveðið í framhaldinu, ekkert fyllerí um næstu helgi og aldrei, ALDREI aftur drekka sterkt vín.
Líðanin í dag er eftir atvikum góð, þynnkumaturinn samanstóð aðallega af tveimur gulrótum en það var það eina sem ég gat hugsað mér að borða.

Tölfræðisnilld

Ég var í tíma í Aðferðafræði í gær. Þar vorum við að læra tölfræði. Kennarinn eyddi dágóðum tíma í að útskýra formúlu fyrir meðalfrávik meðaltals. Þegar hún var búin að útskýra þetta allt vel og vandlega sagði hún: „Útkoman er því alltaf núll, svo að formúlan hefur í raun ekkert notagildi“. Algjört brill!!!

Enn á lífi

Halló, halló, halló!
Ég er enn á lífi og jafnvel enn meira á lífi en venjulega. Ég er búin að hafa nóg að gera síðustu vikurnar við flutninga(minn eigin og annara), lærdóm og félagslífið hefur sjaldan verið blómlegra. Nú er lífið orðið nákvæmlega eins og ég vil hafa það…en samt nóg til að hlakka til.

Við fluttum 1. september og það gekk bara nokkuð vel með hjálp góðra manna. Menn undruðust almennt hvernig við hefðum komið öllu þessu dóti fyrir í litla bílskúrnum(og þó skyldum við margt eftir). Mesta painið var að þrífa bílskúrinn, hann var ógeð, fullur af raka og viðbjóði…e-ð sem hafði farið algerlega fram hjá okkur því að við vorum samdauna viðbjóðnum *hroll*. Þurftum svo að þvo helminginn af fötunum okkar þegar við vorum flutt og henda slatta af drasli.
En nýja íbúðin stendur undir væntingum og er alveg eins og við viljum hafa hana, loksins höfum við pláss til að anda, hugsa OG bjóða fólki í heimsókn.

Á síðustu þremur vikum höfum við örugglega fengið fleiri gesti heldur en við fengum á þessum tveimur árum í bílskúrnum. Anna og Haval komu og gistu hjá okkur í 2 nætur þegar við vorum nýflutt inn. Eva kom svo til okkar og gisti í viku á meðan hún var að bíða eftir að fá íbúðina sína afhenta.
Síðasta laugardagskvöld héldum við svo innflutningspartý sem er líklegast stærsta partý sem við Óli höfum haldið í okkar húsakynnum. Lovely!

Það gengur ágætlega í skólanum enn sem komið er, er búin að skila einu verkefni af mér. En mér sýnist október ætla að verða einhver geðveiki, vona bara að ég komist í gegnum það allt á sómasamlegan hátt.

Ég gæti sagt ykkur fullt meira, en ég hreinlega nenni því ekki núna.
Bless í bili, verð vonandi duglegri við að skrifa á næstunni…