Tölfræðisnilld

Ég var í tíma í Aðferðafræði í gær. Þar vorum við að læra tölfræði. Kennarinn eyddi dágóðum tíma í að útskýra formúlu fyrir meðalfrávik meðaltals. Þegar hún var búin að útskýra þetta allt vel og vandlega sagði hún: „Útkoman er því alltaf núll, svo að formúlan hefur í raun ekkert notagildi“. Algjört brill!!!