Áhyggjur

Ég er með þvílíkar áhyggjur af skólanum þ.e. öllum skilaverkefnunum sem ég á skila í einni bunu um miðjan október…öllum skilaverkefnunum sem ég er ekkert byrjuð á! Ég er að reyna að peppa mig upp í huganum og segja „Af hverju ætti þetta ekki að reddast farsællega núna eins og alltaf áður?“, en samt finnst mér þetta óþægilega yfirþyrmandi. En ég hef þrjár vikur fram að fyrsta skilaverkefni, sem væri allt í lagi ef ég þyrfti ekki að skila fimm stórum verkefnum þarna á einni viku.
Ég brást við áhyggjum mínum með því að leggja mig í þrjá tíma, well það minnkaði ekki áhyggjurnar en lagaði allavega spennuna og pirringinn í bili. Ætla að læra aðeins í kvöld og svo verður gengið í málið af fullum krafti um helgina 🙂
Mig langaði bara að deila þessu með ykkur…njótið vel 🙂