DAGURINN

Ahhhh…mikið er gott að vera nýkomin úr langri sturtu, vera í köflóttum(mjög mikilvægt) flónels-náttfötum, borða Special K, drekka vatn og vafra um netið…ahhhh.

Þessi dagur er búin að vera alveg hreint með ágætum.
Byrjaði daginn á tíma í Upplýsingamiðlun sem var ekki alveg jafnleiðinlegur og venjulega. Svo skruppum við Óli í Kringluna. Þar afrekaði ég að kaupa mér skó, er búin að ganga á handónýtum skóm síðan í vor. Skórnir voru einstaklega tilkomumiklir, svartir strigaskór úr Hagkaup á 2999 kr. Svo keyptum við blek í BT og versluðum til heimilisins í Bónus(merkilegt hvað það er alltaf dýrt!) Svo fórum við í tíma í Aðferðafræði, það var svona lala, var við það að sofna yfir tölfræðinni(ekki í fyrsta skipti).
Eftir Aðferðafræði var þvottatími, þvoði tvær vélar og núna er næstum allt hreint…indæl tilfinning. Óli eldaði svo dýrindis hakkbollur með hrísgrjónum og súrsætri sósu. Við horfðum á Fréttir, Ísland í dag(sáum þar Sverri sæta fræðimann(ég er sko að fíla hann með skeggið, ó já:)) og svo Survivor. Eyddi síðari hluta kvöldsins í e-ð dund t.d. uppvask og svo þessa yndislegu sturtu.