Verkefni fæðist

Það er undursamlegt að vera viðstaddur fæðingu verkefnis. Sérstaklega þegar meðgangan hefur verið erfið og hríðirnar hafa staðið í nokkrar vikur. Núna er ég þreytt og sæl og ógurlega ánægð með afkvæmið. Svo verður afkvæmið metið og ég fæ það til baka með stimpli um gæði þess, hvort sem þau verða nú mikil eða lítil. Hvernig væri að koma upp svona kerfi með börn?

En nú er ég farin að sofa, þarf víst að vakna eftir tæpa 5 tíma.
Góða nótt…eða góðann daginn.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *