Afmæli

Í dag hefði Sóley, tengdamamma mín, orðið 49 ára hefði hún lifað en hún dó fyrir rúmum 19 árum. Mér finnst hálfundarlegt að finna fyrir söknuði vegna manneskju sem ég þekkti aldrei, en þannig líður mér samt og mér finnst allt sem ég heyri um Sóleyju mjög áhugavert.
Í tilefni dagsins er kveikt á kertum við myndina af henni sem er í stofunni hjá okkur.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *