Dót

Mér finnst alveg merkilegt hvað maður sankar að sér miklu dóti og það er sama hvað maður á mikið dót, mann langar alltaf í meira og maður kaupir sér alltaf meira. En margt af þessu dótti gerir ekkert nema þvælast fyrir manni og stundum finnst mér þetta dót hálfþrúgandi, finnst ég vera að drukkna í dótinu mínu. En ég er vissulega mannleg og auðvitað þykir mér vænt um margt af þessu dóti og finnst ég varla geta komist af án þess OG mig langar alltaf í meira.
Dótið sem ég er að tala um er í raun allt draslið sem fylgir okkur t.d. búsáhöld, föt, snyrtidót, raftæki, húsgögn, bækur, geisladiskar, videospólur, skrautmunir og fleira og fleira.
Ég fæ reglulega löngun til að fara í gegnum allt dótið mitt og velta hverjum hlut fyrir mér og spyrja nokkura spurninga t.d. þarf ég á þessu að halda?, þykir mér væntum þetta? en það vex mér alltaf í augum, þó að ég fari reglulega í gegnum vissa hluti t.d. fataskápinn og smádraslskúffur. Núna er ég í svona kasti, langar mest að fara niðrí geymslu og HENDA!