Túristi í eigin landi

Fórum í göngutúr áðan, það var mjög gaman. Röltum um Þingholtin og mér leið eins og ég væri í útlöndum, bara gapti og góndi og aaaaði og úúúaði því að það er svo mikið af flottum húsum þarna sem ég hef bara aldrei áður séð, eða allavega ekkert verið að horfa á. Mér fannst þetta allt saman mjög merkjó.

Svo fórum við niðrá á Laugarveg og kíktum í nokkrar búðir, en ég keypti mér ekki neitt, varð samt alveg veik í öllum bókabúðum því að ég sá svo margar bækur sem mig langar í. Óli keypti eina bók og eina möppu.

Sá svolítið skondið niðrá Lækjargötu, en þar er skilti á húsi sem á stendur Lækjargata og svo með litlum stöfum undir Heilagsandastræti(það er ekki neitt kort, þetta er prentað á skiltið), alltaf lærir maður eitthvað nýtt.

Þetta var sem sagt hinn besti göngutúr…alltaf gaman að vera túristi í eigin landi 🙂

One thought on “Túristi í eigin landi”

  1. Passaðu þig bara að góna ekki svo mikið að þú labbir á stöðumæli. Svo er gaman að hafa piknikk á Laugaveginum. Bara að vera vel klæddur. KkÓf.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *