Heiða í bakgarðinum

Mér finnst fyndið að hafa leikskóla í bakgarðinum. Mér finnst ennþá fyndnara að Heiða vinkona mín skuli vinna á leikskólanum í bakgarðinum. Núna er krakkarnir úti og Heiða líka og annar hver krakki virðist vera að öskra á Heiju eða Heiðu eftir því hversu langt þau eru komin í málþroska.
Yfirleitt er bara frekar kósý að hafa leikskóla í bakgarðinum, en það er stundum ótrúlegt hvað það er mikið energí í gangi þarna.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *