Aðferðafræðitossi

Ég er aftur að fara illa undirbúin í Aðferðafræðipróf. Það er hálfglatað, talandi um að læra ekki af mistökum. Mér hefði ekkert veitt af því að fá skell í síðasta prófi…en ég bara rann ljúflega í gegnum prófið og fékk 7,7 sem er einkunn sem maður ætti að geta verið stoltur af. Er hálfpartin að vonast til að fá skell á morgun, svo að ég læri eins og brjálæðingur fyrir lokaprófið…ekki veitir af.
Fékk einu sinni skell í svona hlutaprófi í sálfræði, fékk 3,9 sem er lægsta einkunn sem ég hef fengið á prófi ever. Svo lærði ég eins og vitleysingur fyrir lokaprófið og fékk 9,8 á því…sem skilaði mér reyndar bara 8 í lokaeinkunn af því ég var búin að vera að tossast alla önnina.
Svo að tilfinningar mínar gagnvart prófinu eru blendnar, ég gæti verið heppin og það verði spurt mikið um það sem ég kann og fengið ágæta einkunn…en ég gæti líka verið óheppin og fengið mjög lélega einkunn. Þetta er reyndar bara 10% próf og ef ég fæ lélegri einkunn á þessu hlutaprófi en á lokaprófinu þá gildir bara lokaprófið. Svo að kannski ætti ég bara að vonast eftir sjokkerandi lélegri einkunn.
Blah…það verður allavega stuð þegar þetta verður búið.