Ólíkar skoðanir

Ég á stundum rosalega erfitt með að skilja fólk sem hefur aðrar skoðanir en ég eða fólk sem hugsar öðruvísi en ég eða gerir hlutina öðruvísi en ég. Þetta er vissulega galli á mér. Ég get samt alveg virt það að fólk sé öðruvísi en ég; hafi aðrar skoðanir, hugsi öðruvísi og geri hlutina á annan hátt, en ég en að ég geti skilið það er oft fjarri lagi. Ég á það sem sagt til að halda að mínar skoðanir, mínar hugsanir og mínar gerðir séu þær einu réttu og þess vegna á ég líka erfitt með að viðurkenna að ég hafi rangt fyrir mér og erfitt með að taka gagnrýni. En það er ekki þar með sagt að ég skipti ekki um skoðanir eða geri hlutina öðruvísi næst.
Bara smá pæling…

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *