Týshelgi

Núna er Týshelgin gengin í garð. Við áttum von á því að fá Tý til landsins á svipuðum tíma í fyrra en þeir canceluðu þeirri ferð…en núna eru þeir semsagt komnir. Gleði, gleði. Við Óli ætlum að tvenna tónleika með þeim. Hérna í Reykjavík á Grandrokk í kvöld og á Selfossi annaðkvöld. Það verður fjör. Er samt ekki geðveikt vel stemmd í kvöld út af prófinu sem er á morgun…en ég læt það samt ekki eyðileggja þetta fyrir mér 🙂 En annaðkvöld verður eintóm gleði þegar við förum með Evu, Heiðu og Emmu á Selfoss.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *