Jólafrí!!!

Ég er komin í jólafrí! Var að klára síðasta prófið núna áðan. Þvílíkur léttir. Nú get ég loksins farið að hugsa skýrt aftur. Og nú get ég farið að gera e-ð skemmtilegt algjörlega laus við samviskubit 🙂

Í próflestrinum var ákveðið að lesa meira yfir önnina á næstu önn. Það er algjört hell að frumlesa svona mikið efni á svona stuttum tíma og þurfa svo að berja það inn í leiðinni. Áramótaheitið verður því formlega gefið hér og nú: „Ég heiti því að vera hinn fullkomni námsmaður á vorönn 2004“.

Prófin gengu annars bara svona upp og ofan. Prófið sem ég kveið mest fyrir og hélt að yrði erfiðast gekk best, líklegast af því að lærði svakalega vel fyrir það.

En núna er bara gleði, gleði, gleði framundan. Heimsókn til Akureyrar, heimsókn til Vonafjarðar, jól, áramót, sumarbústaðaferð og þetta allt inniheldur fullt, fullt af skemmtilegheitum.

Planið fyrir kvöldið er að elda e-ð(það hefur sko ekki verið gert á þessu heimili í marga daga), fara í heimsókn til vina og svo í bíó. Ahhhh…

Próf

Ég fór í fyrsta prófið af þremur í dag(í gær). Það gekk bara alveg merkilega vel enda var ég vel undirbúin aldrei þessu vant 🙂
Á morgun(í dag) er stefnan sett á að læra aðferðafræði og tölfræði og svo er próf í því mánudaginn. Þriðjudagurinn fer í lærdóm fyrir Skjalastjórn og miðvikudagurinn í Skjalastjórnarpróf. Fimmtudagurinn fer í að stússast í hinu og þessu sem þarf að gera áður en við förum í jólafríið.

Það eru stressandi dagar fram undan en svo tekur líka við þriggja vikna sæla 🙂

Týr

Jæja, við fengum færeyska rokkara í kaffi á fimmtudaginn. Það var mjög gaman en líka mjög skrýtið. Frekar óraunverulegt allt saman. Mjög skrýtið að fá eina af uppáhaldshljómsveitunum sínum heim í stofu. Við fengum svo áritanir á Týsdiskana okkar, m.a. Takk fyri pannikøkurnar 🙂 Og núna langar minn ennþá meira til Færeyja en áður…og þó langaði mig mikið þangað fyrir 😉

Við fórum á tónleikana um kvöldið og það var mjög gaman. Alltaf gaman að sjá og heyra Tý spila. Þeir voru sjálfir ekkert sérstaklega ánægðir með þetta, fannst of mikið af mistökum…en það hafði engin áhrif á stemmninguna í salnum, sem var góð. Svo núna er bara að hlakka til næsta sumars, en þeir stefna að því að koma aftur þá. Vona að þeir verði þá að spila um helgi á einhverjum sveitaballastað og verði bara einir að spila. Ég væri alveg til í tveggja til þriggja tíma program með þeim…og dansa eins og vitleysingur 🙂

Verð alltaf hrifnari og hrifnari af Eric the Red eftir því sem ég hlusta meira…

Jólastress, próf og rokk í kaffi

Jæja, þá er ég búin að útbúa 10 pakka og skrifa 15 jólakort.
Ég var orðin svo stressuð yfir þessu að ég fékk jólagjafamartröð í nótt. Hún lýsti sér þannig að ég hafði gleymt að kaupa jólagjafir handa Óla og Svenna…og ég var á Vopnafirði á aðfangadag í stresskasti því að þeir voru ekki á Vopnafirði og Kaupfélagið var lokað. Einhversstaðar í draumnum var ég líka að reyna að velja svona pakkabönd en ég gat ekki ákveðið hvaða lit ég vildi og var að deyja úr stressi.
Ég vona að ég sofi vært í nótt. Ég á þó eftir að útbúa svona 5 pakka og skrifa ca. 10 jólakort í viðbót, en það er ekkert sem bráðliggur á, get dundað við það eftir próf 🙂

Annars gengur próflestur svona lala. Hann gæti gengið betur og hann gæti gengið verr. Þetta ætti þó allt að hafast á endanum.

Mér skilst annars að við séum að fá rokkhljómsveit í kaffi á morgun. Það verður áhugavert. Ég vona að það sé rokk að vera með skítug gólf og óhreint hár.

Óskalistinn

Mig langar í…

Spil:
-Mr&Mrs

Bækur:
(Ekki í neinni sérstakri röð)
-Bjórkollur eftir Þorgeir Val Ellertsson
-Ísland í aldanna rás 1900-2000 eftir Illuga Jökulsson
-Samlokur eftir Heiðu Björgu Hilmisdóttur og Bryndísi Evu Birgisdóttur
-Einhverskonar ég eftir Þráinn Bertelsson
-Linda eftir Reyni Traustason
-Ruth Reginalds eftir Þórunni Hrefnu Sigurjónsdóttur
-Á morgun segir sá lati eftir Ritu Emmett
-Fitusnautt fæði
-Wok
-Allskonar uppskriftabækur
-Allskonar spakmælabækur

Geisladiskar:
(Ekki í neinni sérstakri röð)
-Idol stjörnuleit
-Íslenska vísnaplatan
-200.000 naglbítar-Hjartagull
-Dr. Gunni-Stóri hvellur
-Páll Óskar og Monika-Ljósin heima
-No doubt-The singles 1992-2003
-Foo Fighters-One By One
-R.E.M.-In Time 1988-2003

DVD:
(Ekki í neinni sérstakri röð)
-Foo Fighters-Everywhere but home
-Rammstein-Lichtspeilhaus
-U2-Go home
-Lion King
-Sex and the City-seríur 1, 4 og 5

Vínglös í öllum stærðum og gerðum

Gólflampi úr IKEA

Sokkar; t.d. göngusokkar

Gjafakort; t.d. í leikhús, á snyrtistofu, á veitingahús, í fataverslunum og bókaverslunum.

Flugmiða til útlanda 😉

Góða skólatösku

Clarins ilmvatn, þetta í rauðu glösunum með sítrónuilminum

Gott sjampó og góða hárnæringu

Lestur

Jæja, þá er ég búin að lesa ca. helminginn af lesefninu í Upplýsingamiðlun. Það er ágætis árangur…en það er samt alltof mikið eftir. Á líka eftir að búa til spurningar og svara þeim og glósa e-ð uppúr þessu. Reikna með að eyða svona fjórum dögum í viðbót í þetta fag.

Óskalistinn er væntanlegur…innan skamms.

Ætla núna aðeins að líta á Skjalastjórnina og fara svo að sofa á milli 2 og 3, það er normið núna. Bæjó!

Óskalisti

Núna er ég að reyna að klambra saman óskalista. Því fylgir mikil ábyrgð og miklar pælingar. Það er nefnilega ekki nóg að langa til að sjá mynd eða lesa bók…heldur verður mann virkilega að langa til að eiga myndina eða bókina.
Svo eru sumir hlutir sem er hreinlega ekki hægt að biðja um að gjöf, því ég er svo hrikalega sérvitur varðandi suma hluti, t.d. langar mig í hnífaparasett(hnífapörin okkar eru vægast sagt skrautleg) en þar sem ég hef mjög ákveðnar skoðanir á því hvernig þau eiga að vera þá treysti ég engum til að kaupa þau handa mér.

En óskalistinn verður gefinn út á morgun, ég þarf aðeins að spá meira í þetta áður en hann verður publishaður. Bíðið spennt…

Skelfileg bíóreynsla

Ég fór í bíó á sunnudagskvöldið ásamt litlu ljóskuvinkonum mínum(Hildi, Evu og Heiðu). Við fórum að sjá Texas Chainsaw Massacure. Og hef nú bara aldrei vitað annað eins…ég bara sat stjörf í sætinu mínu alla myndina og var með augun lokuð helminginn af myndinni og á köflum varð mér svo óglatt að mér fannst ég virkilega þurfa að æla. Yfirleitt hef ég mjög gaman af hryllingsmyndum og þær hafa þannig áhrif á mig að mér bregður við minnsta tilefni nokkra daga á eftir.
En þessi var bara glötuð. Of mikið ógeð með slappan söguþráð sem skyldi ekkert eftir sig.
Ég var bara ekki móttækileg fyrir þessum ofurviðbjóði þetta kvöld og ég hefði væntanlega gengið út í hléi ef ég hefði ekki verið driver(ekki gat ég farið að láta litlu ljóskurnar taka strætó;)
Mæli allavega ekki með þessu fyrir neinn…

Niðurbrotinn bloggari

Nú hef ég ekki bloggað í 11 daga og ENGINN hefur kvartað! Ég er niðurbrotinn bloggari, hér áður fyrr átti ég mér þó einhverja aðdáendur en þeir eru greinilega búnir að missa allan áhuga á mér. Óli er meira að segja hættur að nenna að röfla í mér um að blogga.

En eins og hlustendur vita þá er ég nú mest að þessu fyrir sjálfa mig svo að niðurbrotið er ekki alvarlegt.