Niðurbrotinn bloggari

Nú hef ég ekki bloggað í 11 daga og ENGINN hefur kvartað! Ég er niðurbrotinn bloggari, hér áður fyrr átti ég mér þó einhverja aðdáendur en þeir eru greinilega búnir að missa allan áhuga á mér. Óli er meira að segja hættur að nenna að röfla í mér um að blogga.

En eins og hlustendur vita þá er ég nú mest að þessu fyrir sjálfa mig svo að niðurbrotið er ekki alvarlegt.