Óskalisti

Núna er ég að reyna að klambra saman óskalista. Því fylgir mikil ábyrgð og miklar pælingar. Það er nefnilega ekki nóg að langa til að sjá mynd eða lesa bók…heldur verður mann virkilega að langa til að eiga myndina eða bókina.
Svo eru sumir hlutir sem er hreinlega ekki hægt að biðja um að gjöf, því ég er svo hrikalega sérvitur varðandi suma hluti, t.d. langar mig í hnífaparasett(hnífapörin okkar eru vægast sagt skrautleg) en þar sem ég hef mjög ákveðnar skoðanir á því hvernig þau eiga að vera þá treysti ég engum til að kaupa þau handa mér.

En óskalistinn verður gefinn út á morgun, ég þarf aðeins að spá meira í þetta áður en hann verður publishaður. Bíðið spennt…

3 thoughts on “Óskalisti”

  1. Ég er algjörlega hugmyndalaus í sambandi við óskalistann. Jú eitt atriði er komið safnplatan með black sabbath.

    Ef þú vilt velja hnífapörin sjálf þá gætiru beðið um inneignarnótu í staðinn.

  2. Varðandi ekkert blogg i 11 daga …auðvitað áttu að vera duglegri að blogga!!! Ég var einmitt í gærkvöldi að segja Hrönn að ég væri yfirleitt hálf fúl þegar þú ert ekki búin að blogga lengi. Hvað er svosem betra í prófum heldur en að hanga í tölvunni? Einhver myndi kannski segja „að taka til“ væri betra, en hver græðir á því?

  3. Jæja, það er gott að einhver saknar mín 😉 Verst að ég nenni aldrei að blogga um allt það skemmtilega sem ég geri…er yfirleitt bara að blogga um skólann og e-ð sem er kannski ekkert mjög gaman að lesa um. Verð að reyna að bæta úr því 🙂

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *