Týr

Jæja, við fengum færeyska rokkara í kaffi á fimmtudaginn. Það var mjög gaman en líka mjög skrýtið. Frekar óraunverulegt allt saman. Mjög skrýtið að fá eina af uppáhaldshljómsveitunum sínum heim í stofu. Við fengum svo áritanir á Týsdiskana okkar, m.a. Takk fyri pannikøkurnar 🙂 Og núna langar minn ennþá meira til Færeyja en áður…og þó langaði mig mikið þangað fyrir 😉

Við fórum á tónleikana um kvöldið og það var mjög gaman. Alltaf gaman að sjá og heyra Tý spila. Þeir voru sjálfir ekkert sérstaklega ánægðir með þetta, fannst of mikið af mistökum…en það hafði engin áhrif á stemmninguna í salnum, sem var góð. Svo núna er bara að hlakka til næsta sumars, en þeir stefna að því að koma aftur þá. Vona að þeir verði þá að spila um helgi á einhverjum sveitaballastað og verði bara einir að spila. Ég væri alveg til í tveggja til þriggja tíma program með þeim…og dansa eins og vitleysingur 🙂

Verð alltaf hrifnari og hrifnari af Eric the Red eftir því sem ég hlusta meira…