Jólafrí!!!

Ég er komin í jólafrí! Var að klára síðasta prófið núna áðan. Þvílíkur léttir. Nú get ég loksins farið að hugsa skýrt aftur. Og nú get ég farið að gera e-ð skemmtilegt algjörlega laus við samviskubit 🙂

Í próflestrinum var ákveðið að lesa meira yfir önnina á næstu önn. Það er algjört hell að frumlesa svona mikið efni á svona stuttum tíma og þurfa svo að berja það inn í leiðinni. Áramótaheitið verður því formlega gefið hér og nú: „Ég heiti því að vera hinn fullkomni námsmaður á vorönn 2004“.

Prófin gengu annars bara svona upp og ofan. Prófið sem ég kveið mest fyrir og hélt að yrði erfiðast gekk best, líklegast af því að lærði svakalega vel fyrir það.

En núna er bara gleði, gleði, gleði framundan. Heimsókn til Akureyrar, heimsókn til Vonafjarðar, jól, áramót, sumarbústaðaferð og þetta allt inniheldur fullt, fullt af skemmtilegheitum.

Planið fyrir kvöldið er að elda e-ð(það hefur sko ekki verið gert á þessu heimili í marga daga), fara í heimsókn til vina og svo í bíó. Ahhhh…