Gleðilegt ár :)

Hæhó!
Er ég hætt að blogga? Nei, greinilega ekki! Ég hef bara ekki verið að nenna þessu síðasta mánuðinn. Ég hef þó verið að sýsla ýmislegt og ber þar hæst jólaferð til Vopnafjarðar og Akureyrar. Það var óskaplega gaman og yndislegt og hefðbundið.

Núna er loksins búin að fá allar einkunnirnar mínar og þær voru allar á bilinu 7,5-8,5 sem er vel ásættanlegt. Verst þykir mér að Óli var með aðeins hærri einkunnir en ég í þremur fögum. Mér finnst það reyndar ekkert sérlega slæmt en það kom mér virkilega á óvart 🙂
Núna hef ég semsagt lokið 33 einingum og vegin meðaleinkunn er 8. Þetta þýðir að ég er orðin 1/3 bókasafns-og upplýsingafræðingur og í vor verð ég vonandi rúmlega hálfur bókasafns-og upplýsingafræðingur 🙂
Bjartsýnisáætlun Eyglóar hljóðar svo uppá BA í bókasafns-og upplýsingafræði fyrir 23 ára afmælisdaginn 🙂 Og það er hreint ekki svo langt í hann.
En núna er skólinn sem sagt byrjaður á fullu aftur og þetta legst bara vel í mig.

Ég fór í stórskemmtilega sumarbústaðaferð um síðustu helgi með vinum mínum úr bókasafnsfræði. Mjög góð afslöppun og mikið af skemmtilegheitum og góðum mat 🙂

Ég er að „deyja“ úr spenningi yfir árinu 2004. Stundum verð ég hreinlega andvaka yfir því hvað það er margt skemmtilegt framundan og skemmtunin er nú þegar byrjuð með þessari sumarbústaðaferð og svo er afmælispartý í kvöld 🙂 Gleði, gleði!

Jæja, læt þetta duga í bili.

3 thoughts on “Gleðilegt ár :)”

  1. Blessuð og sæl Eygló mín ég datt hingað inn og ákvað að skilja smá slóð eftir mig 🙂

    Langt síðan ég hef séð þig eftir að við kláruðum skólann. Hittumst kannski í þegar ég skelli mér í háskólann.

    Annars kveð ég að sinni.

    Kv. Lena Ýr

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *