Óhappadagur

Í dag er óhappadagur. Óhappadagur sem kemur til með að koma við bankareikninga fátækra námsmanna.

Sjónvarpið okkar dó sem sagt í dag. Viðbrögð mín voru: „Vei, þá getum við farið að gera e-ð skemmtilegt“. Óla fannst þetta ekki alveg jafn sniðugt. Frá sjónvarpinu kemur hvorki mynd né hljóð og það var smá brunalykt af því svo að ég býst við að splunkunýtt sjónvarp verði niðurstaðan. Annars væri bráðskemmtilegt að stofna spilaklúbb í staðinn fyrir kvikmyndaklúbbinn 😉

Óhapp nr. 2 átti sér stað við IKEA. Þar á bílastæðinu nánast affelgaðist annað framdekkið og við(lesist Óli) þurftum að skipta um dekk í 3 skipti á 2 mánuðum. Þetta óhapp má væntanlega rekja til óvandaðra vinnubragða dekkjaverkstæðisins Sólning í Kópavogi. Og þá er bara spurningin hvort maður ætti að láta gera við blessað dekkið í 4 sinn(já, þetta er alltaf sama dekkið!) eða kaupa nýtt.

Bless í bili…