Gettu Betur

Við höfum eytt kvöldinu í að hlusta á Gettu Betur(við ættum kannski ekkert að kaupa nýtt sjónvarp). Það er gaman. Ég er alltaf svo ánægð þegar ég næ að svara einhverju, sérstaklega ef ég næ að svara einhverju á undan Óla eða þegar hann veit ekki svarið. Yfirleitt er það vegna uppruna míns sem ég get svarað einhverju fram yfir Óla. Náði t.d. að svara spurningu um Stefán Stórval frá Möðrudal áðan 🙂 Á meðan Óli bara yppti öxlum.

Ég hef alltaf haft ákaflega gaman af Gettu Betur, þó að lengst framan af hafa litlu sem engu getað svarað(og ekki get ég svarað miklu í dag). Ég vakti eitt sinn ákafa hneykslan meðal vinkvenna minna þegar ég ákvað að sleppa diskóteki fyrir Gettu Betur 😉 Þegar ég var yngri fylgdist ég nú yfirleitt bara með keppninni í sjónvarpinu en í seinni tíð er ég orðin spennt fyrir útvarpskeppninni líka. Þetta árið spillir ekki fyrir að Stefán Pálsson er spurningahöfundur og dómari 🙂

One thought on “Gettu Betur”

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *