Dr. Gunni stelur frá sjálfum sér

Við keyptum Stóra hvell með Dr. Gunna um daginn. Það voru góð kaup og er sá diskur mikil snilld, skemmtileg lög og margir textanna eru frábærir.

En ég er helst á því að Dr. Gunni hafi stolið af sjálfum sér því að lagið Á eyðieyju af Stóra hvelli er rosalega líkt laginu Sumarstúlkublús af Óttu með Unun. En það er svo sem í lagi því að bæði lögin eru skemmtileg 🙂

Það er annars hreint yndislegt hvað Dr. Gunni syngur illa…en það er bara alveg að virka 🙂

Mæli með því að allir stormi á geisladiskamarkaðinn í Blómaval og kaupi sér Stóra hvell með Dr. Gunna á 1499 kall

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *