Nálgast 2500 orð

Já, ég er að skrifa ritgerð…og hef merkilega lítið bloggað um það…enda gengur vel. Sé fram á að geta klárað blessaða ritgerðina í kvöld. Og þá get ég bara haft það gott á morgun…eða það sem væri gáfulegra…byrjað á næsta verkefni sem fjallar um gæðastjórn og skjalastjórn. Sjáum til hvernig fíling ég verð í á morgun.

Á laugardaginn er svo planlagt að fara í mini-ferðalag. Ég ætla að sýna sveitastúlkunum vinkonum mínum landið…eða allavega smápart af því. Um kvöldið hyggst ég svo drekka hvítvín með þessum sömu sveitastúlkum.

En mikið óskaplega er nú Apparat Organ Quartet skemmtilegt band. Hlakka til að sjá þá í Popppunkti.

Vá, hvað diskurinn Adore með Smashing Pumpkins er góður!

Vá, hvað ég fékk stóran og flottan pakka frá ömmu, afa og Ástu áðan og ég verð að bíða í 5 daga eftir að fá að opna hann!

Vá, hvað Gettu Betur var spennandi áðan!

Óskað eftir svartri vinnu

Í Fréttablaðinu í dag er kostuleg smáauglýsing. Hún hljómar svona: „33ja ára gömul kona óskar eftir svartri vinnu, ýmislegt kemur til greina. Upplýsingar í síma 848 5131.“

Hvað er að fólki…maður auglýsir ekki eftir svartri vinnu! Finnst það alveg á mörkunum hjá Fréttablaðinu að vera að birta svona lagað. Vona að Ríkisskattstjóri hringi í hana og bjóði henni vinnu.

Tónleikar

Ég ætla á tónleika með Placebo í sumar. Er mjög hrifin af þeirri hljómsveit og hef verið í svona 4 ár. Black Market Music er uppáhaldsdiskurinn minn með þeim, en ég hugsa að ég reyni að hlusta meira á nýju diskana þeirra fyrir tónleikana.

Er núna að hlusta á tónleika með Foo Fighters. Reyndar sömu tónleika og ég fór á í sumar. Það er fjör!

Ég er líka að skrifa ritgerð um Bókin heim-þjónustu fyrir fólk sem getur ekki farið á bókasafnið sjálft. Það er líka fjör, því það gengur merkilega vel.

Ég er Anna í Grænuhlíð!

…það er sko aldeilis ekki leiðum að líkjast! Þyrfti endilega að lesa þessar bækur einhverntíma aftur.



You’re Anne of Green Gables!
by L.M. Montgomery
Bright, chipper, vivid, but with the emotional fortitude of cottage
cheese, you make quite an impression on everyone you meet. You’re impulsive, rash,
honest, and probably don’t have a great relationship with your parents. People hurt
your feelings constantly, but your brazen honestly doesn’t exactly treat others with
kid gloves. Ultimately, though, you win the hearts and minds of everyone that matters.
You spell your name with an E and you want everyone to know about it.


Take the Book Quiz
at the Blue Pyramid.

Próf…aftur!

Jæja, er að fara í próf eftir 3 korter. Líður ekki vel með það. Er búin að lesa og lesa og lesa en finnst ég samt ekki kunna þetta nógu vel til að geta komið þessu frá mér. Reyndar virkar þetta allt einhvernveginn sem common sense og þess vegna er erfitt að reyna að læra þetta utanbókar. Hræðist það mest að fá 5 eða 6, langar eiginlega frekar að falla og ná svo góðri einkunn á sumarprófi…nú eða það sem auðvitað væri best, fá 7 eða hærra. Jæja, það kemur í ljós en ég hef ekki góða tilfinningu gagnvart þessu prófi 🙁

Var að komast að því að sonur fóstursystur ömmu er að kenna mér í tölvutímum í Aðferðafræði. Það þykir mér sniðugt. Ég minnist þess að hafa gist heima hjá þeim þegar ég var á að giska 11 ára og kennarinn, Þorkell, var þá 15 ára. Minnir að á þeim tíma hafi hann verið hálfgerður ónytjungur og hlustað á þungarokk, allavega var það sú mynd sem mamma hans dró upp af honum 😉
En hann bloggar og virðist vera áhugamaður um roleplay.

Ég er Mozzarella!

You are mozzarella!

You are a shiny, soft, round cheese. You are very imaginative and creative, but you don’t like to stand out. You don’t mind solitude at times and you love to do art.

The plastic, spun-curd buffalo milk cheese Mozzarella, originated from southern Italy. Pasteurized milk is curdled at 90 degrees F and the curd is cut. Extra time in the vat is allowed so that the curd can sink to the bottom and so that the lactic acids can soften the curd to make it easier to knead. The curd is treated with extremely hot water (200 degrees F) and is kneaded into a shiny lump. Bits of the mass are taken off cooled salted and are soon ready to be marketed.

Cheese Test: What type of cheese are you?

Veik…aftur

Urg, vaknaði í morgun með stíflað nef, auman háls og ógleði dauðans! Og ég sem hélt ég væri búin að ná mér, kannski að þetta sé bara ný veiki 🙁 Vona ekki. Þrátt fyrir sljóleikann verð ég að lesa fyrir próf í dag, því það er eitt stykki 40% próf í 5 eininga kúrsi á miðvikudaginn.

Próf

Fór í próf í morgun í Aðferðafræði II, það gekk ekkert sérstaklega vel enda var ég ekki búin að læra nóg…eins og virðist ætla að verða hefð fyrir Aðferðafræðipróf. En heppnin er með mér, þetta gildir ekkert ef ég fæ hærra í næsta prófi og lokaprófinu…svo nú er bara að taka sig aðeins á.

Er svo búin að eyða deginum í laugardagstiltekt, nethangs og lestur fyrir næsta próf sem er á miðvikudaginn. Það er próf í Málnotkun og það er ólíkt skemmtilegra að læra fyrir það en Aðferðafræði.

Í kvöld er svo stefnan tekin á Popppunkt og spil hjá Árnýju og Hjörvari.