Próf…aftur!

Jæja, er að fara í próf eftir 3 korter. Líður ekki vel með það. Er búin að lesa og lesa og lesa en finnst ég samt ekki kunna þetta nógu vel til að geta komið þessu frá mér. Reyndar virkar þetta allt einhvernveginn sem common sense og þess vegna er erfitt að reyna að læra þetta utanbókar. Hræðist það mest að fá 5 eða 6, langar eiginlega frekar að falla og ná svo góðri einkunn á sumarprófi…nú eða það sem auðvitað væri best, fá 7 eða hærra. Jæja, það kemur í ljós en ég hef ekki góða tilfinningu gagnvart þessu prófi 🙁

Var að komast að því að sonur fóstursystur ömmu er að kenna mér í tölvutímum í Aðferðafræði. Það þykir mér sniðugt. Ég minnist þess að hafa gist heima hjá þeim þegar ég var á að giska 11 ára og kennarinn, Þorkell, var þá 15 ára. Minnir að á þeim tíma hafi hann verið hálfgerður ónytjungur og hlustað á þungarokk, allavega var það sú mynd sem mamma hans dró upp af honum 😉
En hann bloggar og virðist vera áhugamaður um roleplay.