Óskað eftir svartri vinnu

Í Fréttablaðinu í dag er kostuleg smáauglýsing. Hún hljómar svona: „33ja ára gömul kona óskar eftir svartri vinnu, ýmislegt kemur til greina. Upplýsingar í síma 848 5131.“

Hvað er að fólki…maður auglýsir ekki eftir svartri vinnu! Finnst það alveg á mörkunum hjá Fréttablaðinu að vera að birta svona lagað. Vona að Ríkisskattstjóri hringi í hana og bjóði henni vinnu.